Andrea valin til þátttöku á HM

Andrea á NM 2018
Andrea á NM 2018

Um helgina gaf Skíðasamband íslands út val á keppendum Sambandsins til þátttöku á heimsmeistaramótinu á skíðum sem fram fer í Are í Svíþjóð um miðjan febrúar. Þar á skíðafélagið einn fulltrúa en það er Andrea Björk Birkisdóttir.

Óskum við Andreu til hamingju og góðs gengis á mótinu.

Frétt af ski.is 

Skíðasamband Íslands hefur valið keppendur til þátttöku á heimsmeistaramótinu í alpagreinum. Mótið fer fram í Åre í Svíþjóð dagana 5.-17.febrúar 2019. Valið var eftir áður útgefinni valreglu.

Allir íslensku keppendurnir munu taka þátt í undankeppnum fyrir svig og stórsvig. Úr undankeppni komast 25 efstu keppendurnir áfram í aðalkeppni.

Keppendur:
Konur
Andrea Björk Birkisdóttir
Freydís Halla Einarsdóttir
Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir
María Finnbogadóttir

Karlar
Gísli Rafn Guðmundsson
Kristinn Logi Auðunsson
Sigurður Hauksson
Sturla Snær Snorrason