Andresar Andarleikarnir 2005

Ákveðið hefur verið að Andrésar Andarleikarnir fari fram dagana 20-23 apríl nk. Leikarnir eru fyrir börn fædd 1990-1998. Þar sem tíminn fram að leikunum er orðin naumur verðum við að vinna hratt og funda í Brekkuseli þriðjudaginn 12. apríl kl. 18:00. Æskilegt er að þau börn sem ætla á leikanna verði skráð á fundinum. Þeir sem ekki geta skráð börn sín þá fá frest til Miðvikudagsins 13. apríl og verður tekið við skráningum í Brekkuseli þann dag frá kl. 16:00-18:00. Foreldrar barna sem eru í fyrsta og öðrum bekk verða að fylgja börnum sínum á leikanna. Greiða þarf þátttökugjald á leikanna um leið og skráð er. Upplýsingar um verðin eru á dreifimiða sem allir eiga að hafa fengið. Við hvetjum alla sem hafa verið á æfingum hjá Skíðafélaginu í vetur að vera með á þessari frábæru skemmtun. Foreldrafélag skíðafélagsins