20.01.2004
Það er orðið árlegur viðburður að Austurbæjarskóli kemur í skíðaferðalag til Dalvíkur og nú eru rúmlega 60 krakkar ásamt fararstjórum á skíðum í Böggvisstaðafjalli. Þetta eru krakkar úr 10. bekk sem ætluðu að koma síðast liðinn vetur en þar sem lítill snjór var þurfti að fresta ferðinni þar til nú. Níundi bekkur skólanns er síðan væntanlegur á næstu vikum.
Aðstæður á skíðasvæðinu eru frábærar og verða vart betri og ekki spillir veðrið fyrir sem er mjög gott en hér hefur verið logn síðustu daga og vægt frost.