Axel Reyr annar í svigi.

Axel á UMÍ 2016
Axel á UMÍ 2016

Um helgina fór fram ENL FIS mót sem einnig ásamt því að vera hluti af Bikarkeppni SKÍ. Mótið var haldið hér á Dalvík og tókst framkvæmdin vel. Keppt var í tveimur stórsvigum á laugardaginn, og einu svigi í dag sunnudag. Skíðafélag Dalvíkur átti einn þátttakanda skráðan til leiks en það var Axel Reyr Rúnarsson.  Axel lagði keppnis-skíðunum eftir síðustu vertíð en ákvað að draga fjalirnar fram aftur á heimavelli. Segja má að það hafi verið stígandi í hverri ferð hjá kappanum. Í fyrra mótinu í stórsvigi hlektist honum á í fyrri ferð og náði ekki að ljúka keppni. Í seinna mótinu gékk heldur betur og hafnaði Axel í 4 sæti í flokki U18 ára. Í dag var svo keppt í svigi, þar var Axel með besta tímann í flokki U18 eftir fyrri ferð, en hlektist örlítið á í seinni ferð og hafnaði í 2 sæti. Til lukku með flott come-back Axel ;)