Axel Reyr Rúnarsson dregur fram keppnisfjalirnar að nýju.

Axel Reyr á unglingameistaramóti í Rvk 2016.
Axel Reyr á unglingameistaramóti í Rvk 2016.

Um helgina fer fram alþjóðlegt FIS mót á Akureyri. Keppt verður í tveimur stórsvigum. Skíðafélagið á einn fulltrúa skráðann til leiks en það er Axel Reyr Rúnarsson.  Axel lagði keppnisskíðin á hylluna eftir síðustu vertíð, en ákvað að spreyta sig í brekkunni að nýju sem eru miklar gleðifréttir. Það verður spennandi að sjá hvernig kappanum gengur í Hlíðarfjalli um helgina, og munum við flytja fréttir af því um leið og þær berast. Gangi þér vel um helgina Axel ;)