26.12.2006
Það hefur ekki farið framhjá neinum að snjórinn sem var komin á skíðasvæði landsins hefur snarlega minnkað. Svæðin sem eru í lítilli hæð eins og hér á Dalvík hafa líklega farið verst út úr hlákunni en líklegt er að svæðin sem eru í meiri hæð hafi sloppið betur eins og Hlíðarfjall. En nú er þessari hláku vonandi lokið í bili og veðurspár spá hægt kólnandi veðri næstu daga.
Þrátt fyrir að snjórinn í Böggvisstaðafjalli hafi minnkað mikið erum við þessa stundina að færa til framleidda snjóinn á svæðinu og ætlum að gera allt til þess að hægt verði að opna svæðið, allavega fyrir æfingar en vandamálið er lyftusporið neðst á svæðinu. Að sögn starfsmanna svæðisins er ástandið ekki ólíkt því sem var á svæðinu í febrúar 2005 en þá voru lágmarksaðstæður á neðra svæðinu allan veturinn en samt sem áður var hægt að hafa opið. Við huggum okkur við það að það sem af er þessari skíðavertíð hefur skíðasvæðið hér verið opið í 28 daga og hófust æfingar samkvæmt æfingatöflu 4 des sl.