Bikarmeistarar SKÍ 2018.

Liðsandinn hefur verið framúrskarandi hjá krökkunum í allann vetur, hér er 14-15 ára hópurinn á UMÍ …
Liðsandinn hefur verið framúrskarandi hjá krökkunum í allann vetur, hér er 14-15 ára hópurinn á UMÍ - Ísafirði

Eftir keppni sunnudagsins á UMÍ 2018 réðust úrslit í bikarkeppni Skíðasambandsins. Okkar fólk gerði harða atlögu í keppninni og hefur í vetur unnið jafnt og þétt að því að hala inn stigum. Vinnusemi, dugnaður og ekki síst liðsheildin skilaði sér í fjórum bikurum. Í einstaklingskeppninni urðu úrslit þannig:

Flokkur 12 - 13 ára - Drengir

Brynjólfur Máni Sveinsson 1 sæti

Torfi Jóhann Sveinsson 2 sæti

Flokkur 14 - 15 ára stúlkur

Lovísa Rut Aðalsteinsdóttir 3 sæti

Flokkur 14 - 15 ára Drengir 

Guðni Berg Einarsson 1 sæti

Alexander Smári Þorvaldsson 3 sæti (Keppir fyrir SSS æfir með Dalvík)

Einnig eru veitt verðlaun fyrir liðakeppni - samanlagður árangur allra þátttakenda frá hverju félagi.

Bikarmeistarar í liðakeppni 12-13 ára drengja

Brynjólfur Máni Sveinsson

Jörfi Blær Traustason

Torfi Jóhann Sveinsson

Bikarmeistarar í liðakeppni 14-15ára drengja

Birgir Ingvason

Daði Hrannar Jónsson

Daniel Máni Hjaltason

Guðni Berg Einarsson

Stefán Daðason

Styrmir Þeyr Traustason