Bikarmót 13 - 14 ára á Ísafirði

Nú er lokið keppni í stórsvigi hér á Ísafirði á Bikarmóti 13 - 14 ára. Bestum árangri okkar krakka náðu Hjörleifur Einarsson sem varð í öðru sæti í sínum aldursflokki og Unnar Sveinbjarnarson sem varð í 6. sæti í sínum flokki. Aðrir áttu ekki eins góðan dag og ljóst að þrátt fyrir góðar aðstæður, svolítið mjúkt færi, þá erum við ekki mjög vön því að keyra flata en stór hluti brautarinnar hér er þannig. Á Ísafirði er nógur snjór og enn bætir í en hér er snjókoma og vindur farinn að bæra á sér. Við vonum bara að við getum keppt í svigi á morgun og svo auðvitað komist heim á réttum tíma! Myndir á myndasíðu. Kv. Bjarni Gunn