Bikarmót 13-14 ára í Bláfjöllum í dag.

Í dag var keppt í stórsvigi á bikarmóti 13-14 ára í Bláfjöllum. Skíðafélag Dalvíkur á einn keppanda á mótinu en það er hann Jakob Helgi Bjarnason. Hann átti góðan dag og sigraði með nokkrum yfirburðum og óskum við honum til hamingju með það. Á morgun verður keppt í svigi og munum við segja fréttir af gangi mála um leið og keppni líkur.