Bikarmót 15 ára og eldri í Hlíðarfjalli um sl, helgi

Fimm keppendur frá Skíðafélagi Dalvíkur kepptu á Bikarmóti 15 ára og eldri í Hlíðarfjalli um síðustu helgi og gekk þeim ágætlega, keppt var í tveimur svigmótum. Í fyrra mótinu skiluðu tveir sér niður Unnar Már Sveinbjörnsson endaði no. 2 í 15-16 ára og Þorsteinn Helgi Valsson varð 11 í 15-16 ára flokki. Í seinna mótinu skiluðu allir sér niður, Anna Margrét Bjarnadóttir endaði 4, Mad Björgvinsson varð 4, Unnar Már 5, Einar Oddur Jónsson 8 og Þorsteinn 11. Þau eru öll að keppa í 15-16 ára flokki.