Bikarmót í 13-14 ára flokki um helgina.

Um næstu helgi, 5 og 6. febrúar fer bikarmót SKI og Slippsins í flokki 13-14 ára fram á Dalvík. Það eru skíðafélögin á Dalvík og Ólafsfirði sem eru mótshaldarar. Mótinu hefur verið frestað í tvígang vegna verðurs og aðstæðna en nú vonum við að allt gangi upp. Upplýsingar um gistimöguleika, veitingastaði og samgönur er að finna á heimasíðum bæjanna sem eru www.dalvik.is og www.fjallabyggd.is. undir ferðaþjónusta. Einnig er möguleiki að fá gistingu í skíðaskálanum Brekkuseli á Dalvík en þar gefur Magnús upplýsingar í síma 4661010 eða í síma 892-2604 og í skíðaskálanum Tindaöxl Ólafsfirði, upplýsingar um það er hægt að fá í síma 894-8299. Upplýsingar um mótahaldið gefur Óskar Óskarsson, skario@simnet.is eða í síma 8983589 eftir kl. 20.00 á kvöldin. Skíðakveðjur. Skíðafélag Ólafsfjarðar Skíðafélag Dalvíkur