Bikarmót í Bláfjöllum um síðustu helgi

Um síðustu helgi fór fram bikarmót í flokki 13-14 ár í Bláfjöllum. Vegna aðstæðna var kepp bæði í svigi og stórsvigi á laugardeginum. Þrír keppendur úr Skíðafélagi Dalvíkur tóku þátt í mótinu en það voru Karl Venharð Þorleifsson, Andrea Björk Birkisdóttir og Elísa Rún Gunnlaugsdóttir. Í stórsvigi 13 ára varð Andrea í 2 sæti en kláraði ekki svigið. Karl Venharð varð 2 í stórsvigi og í 4 sæti í svigi 13 ára. Elísa Rún varð 6 í sæti í stórsvigi og í 4 sæti í svigi 14 ára.