14.12.2005
Björgvin Björgvinsson lenti í 28. sæti á Evrópubikarmóti í stórsvigi sem fram fór í S.Vigilio di Marebbe á Ítalíu í dag. Björgvin fékk 25.29 FIS punkta fyrir árangurinn ásamt 3 Evrópubikarstigum sem eru jafnframt hans fyrstu í stórsvigi í vetur, en fyrir er hann með 3 stig í svigi. Björgvin kom í mark á tímanum 2:32.27 en Ítalinn Florian Eisath sigraði á 2:28.84. Annar varð landi hans, Michael Gufler og þriðji Thomas Fanara frá Frakklandi.
Kristinn Ingi tók einnig þátt í dag en náði ekki að ljúka fyrri ferð.