Björgvin Björgvinsson skíðamaður ársins 2008.

Björgvin hefur verið fremsti skíðamaður íslands um árabil. Á árinu 2008 hefur Björgvin staðið sig mjög vel í hörðum heimi skíðaíþróttarinnar. Hann vann Eyja-álfubikarinn samanlagt, varð í öðru sæti í stórsvigi og risasvigi vann tvíkeppnina, keppnin fór fram í Ástralíu og Nýja Sjálandi. Björgvin náði góðum árangi í nóvember í tveimur fyrstu mótunum í Evrópubikar þar var hann í 8. og 10. sæti í svigi. Björgvin varð þrefaldur Íslandsmeistari á Íslandsmeistaramóti í svigi , stórsvigi og alpatvíkeppni.