07.12.2006
Í dag kepptu þeir félagar Björgvin og Kristinn Ingi í stórsvigi í Geilo í Noregi. Björgvin sigraði á mótinu sem er frábær árangur hjá honum. Björgvin var með 19 punkta á lista fyrir mótið en fékk 18 punkta fyrir sigurinn í dag. Kristinn Ingi keppti einnig á mótinu og hafnaði hann í 14 sæti sem er einnig mjög góður árangur. Hann var með 36 punkta fyrir mótið í dag en með þessum árangri í dag er hann að fá 31 punkt þannig að þeir félaga eru báðir að bæta sig. Aðstæður í Geilo eru ágætar að sögn Björgvins þó svo að snjórinn sé ekki mikill. Brautin var grjót hörð og fóru bæði karlar og konur í sömu braut eða samtals 270 manns. Þeir félagar verða við keppni í Geilo fram á sunnudag.