Björgvin keppir í Noregi. Frétt af heimasíðu SKI

Björgvin var að keppa í stórsvigi í Norefjell í Noregi um helgina. Á laugardag lenti hann í 4 sæti og á sunnudag gerði hann betur og endaði í 2 sæti. Næstu mót Björgvins eru í Hurdal í Noregi þar sem að hann keppir á tveim svigmótum. Björgvin er að undirbúa sig fyrir Heimsmeistaramótið sem að fram fer í StMoritz í Sviss í byrjun febrúar.