20.12.2004
Í dag fór fram svigmót í Evrópubikar í Spindelruv í Tékklandi þar sem Björgvin Björgvinsson endaði í 25. sæti, eða 1,92 sek á eftir fyrsta manni og fékk fyrir það 23,93 FIS punkta.
Kristján Uni Óskarsson tók einnig þátt en kláraði ekki fyrri ferð.
Aftur verður keppt í svigi í Tékklandi á morgun.
Sindri Már Pálsson tók þátt í risasvigsmóti í Reiteralm í Austurríki í dag og var tæpum 5 sek. á eftir fyrsta manni og í 88. sæti. Sindri keppir aftur í risasvigi í Austurríki á morgun.
Úrslit frá mótinu í Tékklandi er að finna hér, og hér frá Austurríki.