Björgvin og Kristinn Ingi keppa í Bandaríkjunum.

Björgvin Björgvinsson, Dalvík, lenti í fjórða sæti í stórsvigi í Lutsen Mtn. í Bandaríkjunum í gær og fékk fyrir það um 21 FIS stig. Daginn áður keppti hann í svigi á sama stað og lenti einnig í fjórða sæti en þá fékk hann um 14 FIS stig sem er með hans besta árangri til þessa og staðfestir þann góða árangur sem Björgvin náði hér á Íslandi í síðustu viku. Kristinn Ingi Valsson, Dalvík, keppti á sama stað og lenti í 18 sæti í stórsviginu en fyrir það fékk hann um 35 FIS stig sem er hans besti árangur í vetur. Í dag keppa þeir félagar aftur í stórsvigi og á morgun og mánudag í tveim svigmótum.