21.10.2005
Björgvin Björgvinsson, skíðamaður frá Dalvík, tekur þátt í upphafsmóti heimsbikarsins í alpagreinum um helgina. Keppt verður í stórsvigi í Sölden í Austurríki og koma allir bestu skíðamenn heims til með að taka þátt. Björgvin æfði á Sölden fyrr í vikunni og líkaði aðstæður vel, eftir því sem fram kemur í fréttatilkynningu frá Skíðasambandi Íslands. Karlarnir hefja keppni á sunnudagsmorgun í kjölfar kvennamótsins sem er á laugardaginn. Björgvin var ásamt öðrum úr karlalandsliðinu á skíðum við æfingar í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi í haust en upp á síðkastið hefur liðið dvalið við æfingar í Pitztal í Austurríki.