Björgvin vann og Kristinn í fjórða sæti

Það var góður dagur hjá okkar mönnum í Baerum í dag en þar var kepp í svigi. Björgvin Björgvinsson sigraði mótið og hlaut fyrir það 38,03 punkta og var það góð fyrri ferð sem tryggði honum sigurinn. Kristinn Ingi varð í 4. sæti og hlaut 43,16 punkta sem er það besta sem hann hefur gert til þessa. Það má segja að þetta hafi verið mikill Íslands dagur í Baerum því Ólafsfirðingurinn Krisján Uni Óskarsson varð annar á mótinu. Þeir félagar verða svo allir á ferðinni aftur á morgun en þá verður keyrt annað svig. Við vonum að þeir haldi áfram á sömu braut og flytjum fréttir af þeim um leið og úrslit liggja fyrir. BJV