Bretta-byrjendakennsla

Boðið verður uppá byrjendakennslu á bretti í janúar. Miðum við 5 skipti eða þar til þau komast örugg upp lyftuna og geti bremsað sig af óstudd. Skíðaleigan er með búnað sem byrjendur geta fengið lánaðan á meðan á kennslunni stendur. Þeir sem vilja svo halda áfram að æfa mæta svo á æfingu í þeim hópi sem passar þeim.

Áhugasamir sendi mér póst á yrgests@gmail.com Athugið að skráningu lýkur á föstudag 7. janúar Bestu kveðjur Aðalheiður Ýr