Brettadeild stofnuð innan SD

S.l. helgi var haldinn stofnfundur Brettadeildar Skíðafélags Dalvíkur. Fundurinn var haldin að frumkvæði áhugafólks um brettaíþróttina og var mæting góð. Þegar útsendari Skíðafélagsins leit við á fundinum voru yfir 20 manns að horfa á glæfraleg brettaatriði af myndbandsspólu. Á dreifimiða sem dreift var á fundinum kom fram að til að hljóta inngöngu í brettadeildina þurfi menn að skrá sig og greiða 1.500 kr. sem renna munu óskiptar til að bæta aðstöðu brettafólks í Böggvisstaðarfjalli. Nánari upplýsingar um brettadeildina veita Snæþór og Addi en þá þekkja flestir sem stunda brettaíþróttina í Böggvisstaðarfjalli.