Brettanámskeið fyrir byrjendur.

Brettanámskeið (skíði) - Byrjendanámskeið

Byrjendanámskeið á bretti verður haldið 18. og 21. febrúar nk. (fyrir krakka í 2.-10. bekk)

Námskeiðið er frá 14:30-16:00 báða dagana.

Námskeiðgjald er kr. 2.000.-

Lyftugjald og búnaður fylgir með í gjaldinu.

 

Skráning fer fram á netfangið: gislirunar@dalvikurbyggd.is (greiðsla fer svo í gegnum ÆskuRækt ef næg þáttaka fæst).

Mjög takmarkaður fjöldi getur verið í einu og er möguleiki á að setja upp annað námskeið ef margir skrá sig.

 

Við skráningu þarf að koma fram:
nafn og kennitala barns
Símanúmer (forráðamanns ef um ungt barn er að ræða)
Hefur viðkomandi stigið áður á bretti

Þarftu að fá lánaðan búnað:
..ef já (til að geta undirbúið búnað)
skóstærð
þyngd

 

Námskeið fyrir lengra komna er í skoðun. Þetta námskeið er eingöngu fyrir byrjendur.

Kennari: Aðalheiður Ýr

 

Nánari upplýsingar veitir Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi.
gislirunar@dalvikurbyggd.is / 863-4369