Búið að sjóða stofnæðina sem er 1032 metrar og loka skurðinum.

Í dag var lokið við stóran áfanga í uppsetningu snjókerfisins þegar gengið var frá efsta tengibrunninum og klárað að moka yfir efsta hlutan á skurðinum. Á morgun verður haldið áfram að ganga frá brunnunum og ef að allt gengur upp líkur því verki í vikunni. Narfi og Heimir, smiðirnir frá Hrísey byrjuðu að vinna í dæluhúsinu í dag eftir nokkurra daga pásu á meðan steypan vara að þorna og nú hefjast þeir handa við að einangra húsið áður en verður mokað yfir það. Líklegt er að það klárist fyrir helgi og því ætti Árni Sæmundsson að getað komið og sett hurðirnar í húsið eftir helgina. Snjóbyssurnar, dælan og annar búnaður sem átti eftir að koma er í skipi á leið til landsins og verður á Dalvík á fimmtudaginn í næstu viku. Nýjar myndir eru á myndasíðunni en til gamans má segja frá því að ótrúleg umferð er um heimasíðuna okkar þar sem langflestir skoða myndasíðuna og því margir sem fylgjast með uppsetningu snjókerfisins:)