Byrjendakennsla.

Þriðjudaginn 19. janúar hefst átta tíma byrjendanámskeið fyrir börn fædd 1999 og fyrr. Fyrir mistök var auglýst í dreifibréfi að börn fædd 2000 ættu kost á að fara á byrjendanámskeið. Þetta er ekki rétt og biðjumst við velvirðingar á því. Kennt verður í tvær vikur á þriðjudögum, miðvikudögum og föstudögum frá kl. 16:30-17:30 og 17:45-18:45 og á sunnudögum frá kl. 12:00-13:00 og 13:15-14:15. Skráning fer fram á skíðasvæðinu eða í síma 4661010 á opnunartíma fyrir 17. janúar. Hringt verður í foreldra og þeir látnir vita í hvorum hópnum börnin eru. Námskeiðið kostar 6000 krónur og er leiktímagjaldið innifalið en þegar börn eru orðin alveg sjálfbjarga á skíðum og í lyftur færast þau upp í leiktímann sem er í allan vetur.