Byrjendakennsla fyrir fullorðna

Boðið verður upp á byrjendakennslu fyrir fullorðna í næstu viku. Námskeiðið fer fram á þriðjudag og fimmtudag kl. 20:00-21:00 báða dagana. Kennarar eru Snæþór Arnþórsson og Anna Hafdís Jóhannesdóttir (Habba). Námskeiðsgjald er 1500 kr. per tíma með lyftugjöldum. Skráning á skidalvik@skidalvik.is eða í Brekkuseli í síma 4661010.