13.12.2010
Byrjendakennslunni sem átti að hefjast á morgun þriðjudaginn 14. desember hefur verið frestað fram yfir áramót. Áfram verður tekið við skráningum á skíðasvæðinu í síma 4661010 eða á staðnum á opnunartíma til 3 janúar 2011. Nánari tímasetningar á námskeiðinu verða settar hér inn á síðuna þegar nær dregur. Námskeiðsgjald er 10.000 kr. og er leiktímagjald innifalið í því verði en um leið og börnin eru orðin sjálfbjarga í lyftur færast þau yfir í leiktímana sem boðið er upp á í allan vetur fyrir börn fædd 2005 og 2006 og eru sjálfbjarga í lyftur. Námskeiðsgjald greiðist í fyrsta tíma.