Covid lokun framundan

Kæru skíða og bretta vinir. Það er því miður að öllum líkindum búið að loka fyrir þann möguleika að hafa skíðasvæðið opið áfram í vetur.
Við erum að bíða frétta frá Landlækni hvaða áhrif nýjustu tilskipanir hafa á reksturinn okkar.
Þangað til vonum við það besta en óttumst það versta.
Við munum uppfæra ykkur um stöðuna um leið og hún berst.
Sökum þessa þá höfum við svæðið opið til klukkan 22:00 í kvöld og skorum við á ykkur að koma og
skíða eins og um síðasta dag vetrar sé að ræða.

Kv. Starfsfólks Skíðasvæðis Dalvíkur.