Dalvíkurmóti lokið.

Gríðarlega flottar aðstæður í fjallinu í um helgina til mótahalds.
Gríðarlega flottar aðstæður í fjallinu í um helgina til mótahalds.

Seinni hluta Dalvíkurmóts fór fram í gær (laugardag 7.apríl). Keppt var í svigi í flokkum 8 ára og eldri. Áður hafði verið keppt í stórsvigi (28.mars). Um 50 þátttakendur voru mættir til leiks og gékk mótið vel í alla staði. 

Eins og svo oft áður í vetur voru veðurguðirnir okkur hliðhollir og baðaði sólin brekkurnar sem voru harðar og fínar til mótahalds. 

Úrslit úr mótinu eru komin á síðuna og má sjá þau hér