Elsti æfingahópur í áheitasöfnun.

Á lokametrum í ruslatínslu
Á lokametrum í ruslatínslu

Um sl helgi var elsti æfingahópur Skidalvik (12-15ára) mjög áberandi í Svarfaðardal og Skíðadal. Hópurinn hjólaði tíu "sveitahringi" eða um 250 km, samhlliða því var tínt rusl á veginum og meðfram veginum um dalinn og á uppfyllingu við Hrísatjörn.

Óhætt er að segja að verkið hafi gengið vel, en ásamt krökkunum var flottur hópr foreldra sem hjálpaði til. Fyrirkomulagið var þannig að krökkunum var skipt í þrjá hópa, einn hópur hjólaði, einn hópur tíndi rusl og einn hópur hvíldi og svo rullaði þetta þangað til verkinu lauk. Fyrsti hópur lagði af stað kl 09.00 og var verkið klárað um kl 19.00. 

Til gamans má nefna það að Skíðakrakkarnir hafa gert þetta undanfarin þrjú ár, og verður að segjast að ökumönnum fer fram hvað varðar að kasta rusli úr bílum sínum, því áberandi minna rusl var í ar en undanfarin ár, en betur má ef duga skal - og hvetjum við alla til að koma öllu rusli á sinn stað en ekki fleygja því ú í náttúruna.

Þá vill hópurinn koma þökkum til allra sem styrktu hópinn til dáða, en afraksturinn fer til niðurgreiðslu á æfingaferð til noregs í haust.