Endurbætur á vefmyndavélum.

Sýnishorn úr myndavél sem snýr til norðurs og á eftir að koma inn.
Sýnishorn úr myndavél sem snýr til norðurs og á eftir að koma inn.

Eins og glöggir hafa tekið eftir hér á heimasíðunni, þá er búið að setja inn krækju hér að ofan merkt vefmyndavél. Er þetta afrakstur vinnu sem hefur verið í gangi sl. daga og á enn eftir að bæta við vélum sem munu vonandi koma inn hver af annari á næstu dögum. Er það von okkar að með þessu móti geti gestir okkar og velunnarar fylgst með okkur í brekkunum, tekið stöðuna á svæðinu, kannað hvort lognið sé heima og dáðst af náttúrufegurð Böggvisstaðafjalls og nágrennis.