29.03.2007
Björgvin Björgvinsson varð í 13. sæti á alþjóðlegu stórsvigsmóti í Pampeago á Ítalíu í dag og fékk fyrir það 21.61 fis-punkta. Björgvin hefur verið að skíða mjög vel að undanörnu og í gær náði hann 8. sæti á sama stað og fékk þá 19.86 punkta sem eru hans bestu stórsvigspunktar s.l tvö ár og greinilegt að hann verður í fanta formi á Skíðamóti Íslands sem verður haldið í Hlíðarfjalli 12.-15. apríl.
Björgvin er að vonum hæðst ánægður með árangur síðustu daga, sérstaklega er hann ánægður með það að ná góðum úrslitum í stórsvigi. Björgvin er væntanlegur til landsins 8.apríl sem er páskadagur. Hann tekur þátt í Skíðamóti Íslands eins og aðrir landsliðsmenn gera.
Óráðið er hvað tekur við eftir landsmót en Björgvin mun taka sér frí frá æfingum í einhvern tíma eftir tímabilið og hefja síðan æfingar af fullum krafti fyrir næsta vetur eftir það.