Esther Ösp með bætingu á FIS lista. - UPPFÆRT!!

Esther Ösp keppti í Þrándheimi í vikunni.
Esther Ösp keppti í Þrándheimi í vikunni.

Á dögunum keppti Esther Ösp í fjórum mótum í Vassfjellet sem stendur við Þrándheim í Noregi. Keppt var í tveimur stórsvigsmótum og tveimur svigmótum. Esther lenti í 31 og 42 sæti í stórsviginu og 41 og 18 sæti í sviginu. Með  þessum mótum er Esther að bæta punktastöðu sína úr ca. 144 FIS punktum í báðum greinum í um 135 punkta í Stórsvigi og 131 punkta í Svigi. 

UPPFÆRT!

Esther keppti á tveimur mótum til viðbótar í Vassfjellet, mótin fóru fram á föstudag og laugardag. Keppt var í tveimur svigmótum og þar bætti Esther sig enn frekar. Í fyrra mótinu hafnaði Esther í 18 sæti og því síðara í 25 sæti. Út úr mótinum tveimur fær hún um 116 FIS punkta og styrkir því stöðu sína á listanum en frekar. 

Til hamingju með þetta Esther.