Fermingarbörn frítt á skíði um páskana.

Sparisjóður Svarfdæla hefur ákveðið að bjóða öllum fermingarbörnum frítt á skíði á skíðasvæðið á Dalvík um páskana. Þetta fer þannig fram að þeir krakkar sem fermdir eru þetta árið, fædd 1992, mæta á skíðasvæðið og framvísa skilríki og fá lyftupassa. Sparisjóðurinn er aðalstyrktaraðili Skíðafélags Dalvíkur og er alla tíð vakandi yfir málum sem skipta skíðasvæðið máli.