FIS mótin um síðustu helgi.

Um síðustu helgi fóru fram þrjú fyrstu svig FIS mót vetrarins og voru þau kennd við Dagnýju Lindu Kristjánsdóttur skíðakonu sem hætti keppni í vor. Keppendur Skíðafélags Dalvíkur stóðu sig með mikilli príði og vakti árangur Hjörleifs Einarssonar athygli en hann var að keppa á sínu fyrsta FIS móti. Vaka Arnþórsdóttir og María Bjarnadóttir kepptu einnig á sínu fyrsta FIS móti og stóðu sig vel. Alls tóku 9 keppendur þátt í mótinu frá Skíðafélagi Dalvíkur og bættu þau sig flest. Úrslit mótsins er að finna á heimasíðu FIS, linkur hér að neðan. [link="http://www.fis-ski.com/uk/604/1228.html?event_id=26299&cal_suchsector=AL"]FIS mót á Akureyri[/link]