Fleiri fréttir af sumarstarfinu.

Aðalfundur félagsins haldin 31. maí. Ný stjórn var kosin á fundinum en aðeins ein breyting varð á stjórn félagsins. Eftirtaldir skipa stjórn félagsins: Formaður Óskar Óskarsson, varaformaður Bjarni Valdimarsson, gjaldkeri Valdís Guðbrandsdóttir, ritari Daði Valdimarsson, meðstjórnandi Elsa Benjamínsdótir. Varastjórn, Snæþór Arnþórsson, Tryggvi Kristjánsson og Sigurbjörg Einarsdóttir. 5. til 7. maí fór skíðaþingið fram á Húsabakka í Svarfaðardal. Skíðafélag Dalvíkur sá um undirbúning þingsins sem tókst vel. Eftir að þinginu var slitið seinnipart laugardags fóru þingfulltrúar í rútuferð um Svarfaðardal undir leiðsögn Sigurvins Jónssonar og var farið í heimsókn á Sökku þar sem þau Gunnsteinn og Dagbjört tóku rá móti þingfulltrúum sem aðstoðuðu við mjaltir. Eftir það var farið í sund í sundlaug Dalvíkur og mesta fjósalyktin þvegin af. Síðan var ferðinni haldið áfram og endað á Húsabakka þar sem þingfulltrúar settust að veisluborði og skemmtu sér fram á morgun undir veislustjórnar Sigurvins sem gengur undir nafninu Fíllinn. Á samkomunni heiðraði Skíðasambandið nokkra félaga úr Skíðafélagi Dalvíkur fyrir vel unnin störf í þágu hreyfingarinnar. Gullmerki SKÍ Brynjólfur Sveinsson: Brynjólfur hefur komið að stjórnun Skíðafélagi Dalvíkur í yfir 25 ár. Hann var til fjölda ára yfirfararstjóri á Andrésar Andarleikunum en í seinni tíð hefur hann beint kröftum sínum meira að mótahaldi í Böggvisstaðafjalli og sjálfboðavinnu við uppbyggingu og rekstur skíðasvæðisins. Brynjólfur er einn af þeim mönnum sem er alltaf tilbúinn til að leggja hönd á plógin og það er vel við hæfi að sæma hann gullmerkinu í ár, 10 árum eftir að hann fékk silfurmerki sambandsins. Jóhann Bjarnason: Jói Bjarna hefur starfað með Skíðafélagi Dalvíkur allt frá árdögum þess. Þunginn í starfi hans hefur legið í barna og unglingastarfinu og þau eru ófá punktamótin sem hann hefur farið á sem fararstjóri. Jói er einn af lykilmönnum félagsins þegar kemur að mótahaldi og hefur spilað stórt hlutverk á öllum stærri mótum sem haldin hafa verið á skíðasvæðinu í Böggvisstaðafjalli undanfarna áratugi. Jói hefur verið drifkrafturinn í Jónsmótinu sem að haldið hefur verið undanfarin 10 ár. Björgvin Hjörleifsson: Björgvin er löngu búinn að sanna sig sem einn af albestu barna og unglingaþjálfurum landsins. Til marks um það má nefna að þrír af lærisveinum hans voru þátttakendur á vetrarólympíuleikunum í Tórinó í ár. Björgvin hefur undanfarin ár starfað hjá Skíðafélagi Ólafsfjarðar en hefur verið mikill áhugamaður um uppbyggingu skíðasvæðisins í Böggvisstaðafjalli og sýnt þann áhuga í verki. Jóhanna Skaftadóttir: Jóhanna er búinn að starfa með Skíðafélagi Dalvíkur lengur en elstu menn muna. Hún hefur setið í stjórn félagsins til fjölda ára og undanfarin ár hefur hún verið í alpagreinanefnd félagsins og unnið þar gott starf. Jóhanna hefur einnig í gegnum tíðina verið virk í foreldrastarfi félagsins enda voru synir hennar til margra ára í fremstu röð á meðal íslenskra skíðamanna. Óskar Óskarsson: Óskar hefur verið í stjórn Skíðafélags Dalvíkur síðan 1988 og þar af formaður undanfarin 9 ár. Á þessum tíma hefur hann unnið gríðarlegt sjálfboðastarf í þágu félagsins og hefur hann oft á tíðum sýnt mikinn dugnað og útsjónarsemi við fjármögnun og uppbyggingu skíðasvæðisins. Óskar er einn af lykilmönnunum á bak við mótahald Ólafsfirðinga og Dalvíkinga og hefur verið mótsstjóri á Skíðalandsmóti Íslands. Óskar var drifkrafturinn á bak við fjármögnun og uppsetningu snjókerfisins í Böggvisstaðafjalli í vetur og hlaut af því tilefni viðurkenningarnar "Bjartsýnismaður ársins" frá Skíðafélagi Ólafsfjarðar og "Vinnuþjarkur UMSE frá Ungmennasambandi Eyjafjarðar". Það er því vel við hæfi að fullkomna þrennuna með silfurmerki SKÍ. Silfurmerki SKÍ Anna Hafdís Jóhannesdóttir: Habba er búinn að verja ófáum stundum í fjallinu undanfarin 18 ár, fyrst sem áhugasamt foreldri en síðan einnig sem vinnuþjarkur sem ávallt er til í slaginn. Habba hefur verið virk í starfi foreldrafélags skíðabarna til fjölda ára auk þess sem hún hefur komið að byrjendakennslu skíðabarna undanfarin ár. Einar Hjörleifsson: Einar hefur verið viðloðandi fjallið sem starfsmaður, sjálfboðaliði og áhugamaður um skíðaíþróttina allt frá því hann hætti æfingum og keppni fyrir um 20 árum síðan. Einar hefur unnið mikið og óeigingjarnt starf við snjósöfnun í fjallinu og hélt svæðinu oft á tímum opnu heilu veturna á nánast engum snjó á meðan hann var starfsmaður skíðasvæðisins. Þá var Jón Árni Konráðsson Skíðafélagi Ólafsfjarðar heiðraður með gullmerki SKÍ fyrir störf sín en hann hefur farið fremstur í flokki þeirra sem vilja hlúa að norrænum greinum innan skíðahreyfingarinnar.