Foreldrafundur.

Þá er nýtt skíðatímabil að hefjast hjá okkur og tilvalið að boða til foreldrafundar þar sem farið verður yfir æfingatöflu vetrarins, æfingafyrirkomulag og fleiri atriði sem tengjast félagsstarfi barna hjá Skíðafélagi Dalvíkur. Mikilvægt er að ALLIR foreldrar iðkenda mæti á fundina þannig að eftir þá verði allir meðvitaðir um þau atriði sem þar verða rædd. Fulltrúar stjórnar félagsins og þjálfarar félagsins þau Guðný og Sveinn verða til staðar og um að gera að spyrja þá spjörunum úr. Fundirnir verða á eftirtöldum tímum föstudaginn 7. janúar í Brekkuseli. 4-7. bekkur kl. 18:30-19:15. 3.bekkur og yngri kl. 19:30-20:15. Stjórn Skíðafélags Dalvíkur og þjálfarar.