Foreldrakaffi

Undanfarna daga hefur foreldrafélagið staðið fyrir foreldrakaffi fyrir yngri æfingahópa skíðafélagsins. Foreldrar voru duglegir að mæta, fá sér kaffi, kakó og vöfflur með krökkunum. Margir skelltu sér svo á skíði og fylgdust með æfingu krakkana. Foreldrakaffið er orðinn fastur liður í skipulögðu starfi foreldrafélagsins enda stór þáttur af almennri skíðamennsku milli þess að renna sér í brekkunum að njóta samveru vina og kunningja í fjallinu með kakóbolla í hönd.