Frábær árangur á Meistaramóti

11 og 12 ára krakkar úr Skíðafélagi Dalvíkur stóðu sig frábærlega á Meistaramótinu sem fór fram á Dalvík helgina 6-7 mars. Í svigi 11.ára vann Karl Vernharð Þorleifsson. Í svigi 12.ára Viktoría Katrín Oliversdóttir. Sigurvegari í stórsvigi 11. ára varð Andrea Björk Birkisdóttir og 12. ára flokki unnu Eydís Arna Hilmarsdóttir og Ingvi Guðmundsson. Þá unnu Viktoría Katrín Oliversdóttir og Andrea Björk Birkisdóttir alpatvíkeppnina.