Frábær árangur hjá Dagnýju Lindu í dag.

Dagný Linda Kristjánsdóttir lenti í 23. sæti í bruni á ólympiuleikunum í Tórínó í morgun. Árangurinn er glæsilegur og ríkir mikil gleði í herbúðum íslendinga. Dagný Linda bætti að auki stöðu sína á heimslista þar sem hún náði 33.31 FIS punktum en fyrir var hún með 47.07 punkta. Hún var með rásnúmer 38 og náði tímanum 1:59.43 eða 2.94 sekúndum á eftir Michaelu Dorfmeister frá Austurríki sem varð Ólympíumeistari í bruni. Silfrinu náði Martina Schild frá Sviss og bronsið fékk Anja Paerson frá Svíþjóð.