Frábær árangur Kristinns Inga Valssonar um helgina.

Um síðustu helgi fóru fram tvö FIS mót í svigi í Tindastóli. Bæði mótin fóru fram á laugardag og voru aðstæður mög góðar. Karlalandsliðið hefur verið við æfingar í Tindastóli síðustu daga og voru því allir okkar sterkustu skíðamenn þátttakendur í mótinu. Kristinn Ingi Valsson stóð sig frábærlega á mótunum og ljóst að hann hafur bætt stöðu sína verulega á heimslistanum í svigi. Allt bendir til þess að hann verði í sæti 150-170 á heimslistanum sem kemur út á næstunni. Þessi árangur er frábær hjá Danda og ljóst að Skíðafélag Dalvíkur á um þessar mundir tvo sterkustu skíðamenn landsins.