Frábærar aðstæður í Böggvisstaðafjalli.

Nú er skíðasvæðið óðum að taka á sig rétta mynd eftir óveðrið sem hér hefur verið. Það hefur verið unnið nánast allan sólarhringinn á svæðinu síðan á fimmtudag því hér er mjög mikill snjór og sumstaðar er meiri snjór en menn muna eftir. Allar brekkurnar eru að verða klárar nema Stallabrekkan sem alveg á eftir að vinna. Í dag er hér 7 stiga frost, logn og frábærar aðstæður á skíðasvæðinu.