Frábærar aðstæður í Böggvisstaðafjalli.

Síðustu daga hefur snjóað mikið í Böggvisstaðafjalli og eru aðstæður þar eins og best verður á kosið. Allar brekkur verða tilbúnar um helgina og ljóst að Stallabrekkan og Norðurbrekkan verða eins góðar og kostur er. Nú eru aðeins 13 dagar fram að páskum og nokkuð víst að hér verður nægur snjór yfir páskana. Allt hjálpast að við að gera aðstæðurnar góðar en eins og fram hefur komið fluttum við mikið til af snjó fyrir Skíðamót Íslands og framleiddum um 20.000 rúmmetra af snjó þannig að sá snjór sem hefur komið síðustu daga gerir færið mjög gott. Allir á skíði til Dalvíkur.