Frágangur á skíðasvæðinu.

Einmuna blíða var á skíðasvæðinu í gær
Einmuna blíða var á skíðasvæðinu í gær

Í gær var farið í það að ganga frá skíðasvæðinu, þar sem litlar líkur eru á snjó fyrr en í haust. Það var fríður hópur sjálfboðaliða með Júlíus Bóas í farabroddi sem plokkaði hengin af lyftunni og var allt flutt niður í Hreiður þar sem öllu verður komið vel fyrir til sumardvala. Veðrið lék við mannskapinn en veðurstöðin sýndi +18°, logn og sólin skein. Myndirnar tala sínu máli.