Fram og Breiðabliks bjóða til stórsvigsmóts 9-12 ára

Sigurður Nikulásson sendi okkur Dalvíkingum póst og bauð þeim sem vilja koma á mótið hjá þeim á laugardaginn fría gistingu í Framskálanum á skíðasvæðinu þeirra. Þar er eldhús sem við gætum fengið að nota og góð aðstaða, Mótsgjaldið er 800 kr og upplýsingar eru hér að neðan um skráningu og mótafyrirkomulag. Þeir Dalvíkingar sem ætla að skoða þetta geta haft samband við Oliver eða Gerði í Brekkuseli s:4661010 Skíðadeild Fram býður til Stórsvigsmóts Fram laugardaginn 14. febrúar nk. Keppt verður í flokkum 9-10 ára og 11-12 ára og byrjar eldri flokkurinn fyrir hádegi en þau yngri eftir hádegi. Keppt verður í Eldborgargili. Dagskrá mótsins er sem hér segir: Fimmtudagur 12. febrúar -Skráningu lýkur kl. 20.00 Laugardagur 14. Febrúar 0900 Afhending rásnúmera í Framskála. 0930 Brautarskoðun - 20 mínútur 1000 Fyrri ferð. Stúlkur hefja keppni. Síðari ferð hefst strax að lokinni fyrri ferð ef ástand brautar leyfir. 1230 Verðlaunaafhending í Framskála. 1200 Afhending rásnúmera í Framskála. 1230 Brautarskoðun - 20 mínútur 1300 Fyrri ferð. Stúlkur hefja keppni Síðari ferð hefst strax að lokinni fyrri ferð ef ástand brautar leyfir. 1530 Verðlaunaafhending í Framskála Komi til breytinga á boðaðri dagskrá, verða þær birtar á heimasíðu félagsins eða tilkynntar á símsvaranum 878-4091. Sunnudagur verður notaður sem varadagur ef veður á laugardeginum bregst. Óskað er eftir því að skráningum sé skilað í meðfylgjandi skjali til Smára Ríkarðssonar (netfang: smari@vakabilar.is) fyrir kl. 20 á fimmtudagskvöldið 12. febrúar. Þátttökugjald er 800 kr og greiðist inn á reikning félagsins 1130-26-410, kt. 410280-0199. Verðlaun verða veitt fyrir 6 fyrstu sætin í mótinu og í 9-10 ára fá allir þátttökuverðlaun. Stjórn Skíðadeildar Fram Kveðja Smári Ríkarðsson Mótanefnd SKRR hefur ákveðið að gera smávægilega breytingu á mótaskrá SKRR, þ.e. Stórsvigsmótið 9-12 ára sem KR-ingar áttu að halda um næstu helgi, 14-15 feb., verður haldið af FRAM KR-ingar koma til með að halda í staðin svigmót 9-12 ára 28.feb - 1. Mars. Það mun því vera FRAM sem boðar til mótsins um næstu helgi og verður mótið væntanlega haldið í Eldborgargili. Með bestu kveðju, Mótanefnd SKRR