Framkvæmdir í fjallinu.

Mannskapurinn við niðursetningu á tímatöku-köpplum
Mannskapurinn við niðursetningu á tímatöku-köpplum

Undanfarnar vikur hafa félagar í skíðafélaginu verið á stangli upp um allt fjall. Það hefur verið að ýmsu að huga, meðal þess sem gert hefur verið er:
Bætt við snjógirðingar, Stallahús málað, bætt við vefmyndavélar, lúpína slegin, gamla lyftuhús fjarlægt, stungið niður tímatöku kappla, bætt við skíðaleiguna (stækkun) og fleira. Óhætt er að segja að mannskapurinn sé til í veturinn og bíða allir spenntir eftir snjó :)