Frétt af heimasíðu SKI. Golfmót SKÍ

Þann 23.júlí mun SKÍ standa fyrir opnu golfmóti á Garðavelli á Akranesi. Leikið er með Texas scramble fyrirkomulagi þar sem tveir og tveir spila saman. Hámarksforgjöf er 24 hjá körlum og 28 hjá konum og fær hvert lið 1/5 af samanlagðri forgjöf. Skráning og nánari upplýsingar eru á www.golf.is en þar sem þetta er opið mót verða allir keppendur að vera í golfklúbbi innan GSÍ. Glæsileg verðlaun eru í boði.