Fréttir af heimasíðu Skíðafélags Akureyrar,

Í dag var FIS-mót í svigi í Kranjska Gora í Slóveníu þar sem þeir Björgvin Björgvinsson, Kristinn Ingi Valsson og Þorsteinn Ingason voru meðal keppenda. Björgvin náði 4. sæti, en bætti ekki punktastöðu sína, en hinir Íslendingarnir luku ekki keppni, nánar hér. Í gær var keppt í stórvigi á sama stað, sem Kristinn Ingi og Þorsteinn tóku þátt í, en hvorugum tókst að ljúka keppni. Í fyrradag var líka stórsvig í Kranjska Gora, sem þremenningarnir voru með á og þá varð Björgvin í 9. sæti og Þorsteinn í 47. sæti, Í gær var heimsbikarmót í svigi í Schladming í Austurríki. Björgvin Björgvinsson var meðal keppenda, en lauk ekki fyrri ferð, eins og margir fleiri snjallir kappar, s.s. Bode Miller. Sigurvegari var Finninn Kalle Palander, en Giorgio Rocca, Ítalíu sem hafði unnið öll svigmótin í heimsbikarnum í vetur var dæmdur úr leik í síðari ferð.