Fréttir af skíðasvæðinu.

Þá er þetta ár að renna sitt skeið, haustið verður að kalla snjólétt en það liðu sex vikur í nóv-des án snjókomu og því mikil snjóframleiðsla sem þurfti til að koma svæðinu í gang. Það eru komnir 4 opnunardagar fyrir almenning og alls 13 dagar í opnun með æfingaopnunum. Það telst ágætt miðað við þá erfiðu stöðu sem snjóleysið er búið að valda okkur.

Eftir snjókomu síðustu daga hefur hagur okkar vænkað talsvert snjóalega séð, og er farið að styttast í að við náum að
opna efra svæðið, Ingubakka og Norðurleiðina, vonandi núna mjög fljótlega í byrjun janúar verða þessar leiðir komnar inn,
okkur vantar ennþá svolítin snjó í efra svæðið til að ná að opna lyftuna og troða niður í gegn um stóru lautina.
En það vonandi tekst í næstu stórhríð.

Við verðum með opið í dag 30.12.2021 og svo opnum við aftur 2.1.2022 klukkan 10:00.

Gleðilegt nýtt ár og hlökkum til að taka á móti ykkur 2022.

Stjórn og starfsfólk Skíðafélags Dalvíkur.