Fullorðinsflokkurinn á ferð og flugi.

Torfi Jóhann (tv) lenti í öðru sæti í flokki 16-17 ára
Torfi Jóhann (tv) lenti í öðru sæti í flokki 16-17 ára

Um helgina fóru strákarnir okkar til Reykjavíkur og kepptu í tveimur svig-mótum. Á laugardegi gerðu þeir báðir ógilt og luku því keppni eftir fyrri ferð. Á sunnudegi gerði Brynjólfur ógilt og lauk keppni í fyrri ferð. Torfi Jóhann var með annan besta tímann eftir fyrri ferð, en hafnaði svo í fjórða sæti í fullorðinsflokki að móti loknu, en í öðru sæti í flokki 16-17 ára. Fyrir mótið í dag fékk Torfi 120 punkta.

 

 Þá hefur hún Esther Ösp einnig verið að keppa undanfarna daga í Noregi, en þar keppti hún í   Kongsberg um sl helgi í tveimur svig keppnum, hún lenti í 35 og 43 sæti og gerði um 145 punkta.   Esther keppti einnig í tveimur stórsvigum í Wyller Noregi, hún náði ekki að ljúka öðru mótinu en lenti í 51 sæti í hinu mótinu og gerði um 150 punkta.